Úrslit í 2. umferð vetrarmótaraðarinnar
Úrslit í 2. Umferð í vetramótaröðinni í Trackman herminum
Keppt var á St. Andrews Old Course í desember.
15 keppendur spreyttu sig að þessu sinni og voru úrslitin eftirfarandi.

Mót nr. 2 í Trackman mótaröðinni
2.mót desember 2024
St.Andrews Old Course heimili golfsins
GHH kynnir Trackman mótaröð fyrir veturinn 2025.

Gísla Páli Björnssyni veitt viðurkenning frá GSÍ
Á golfþigi GSÍ sem haldið var á dögunum var Gísla Páli Björnssyni veitt viðurkenning fyrir sjálfboðaliðastörf…

Meistaramót GHH 2024
Dagana 10. - 13. júlí var meistaramót félagsins haldið á Silfurnesvelli. Keppt var í 8 flokkum að þessu sinni.
Klúbbmeistarar 2024 eru Bergþóra Ágústsdóttir, Halldór Sævar Birgisson og í unglingaflokki Kristján Reynir Ívarsson.

Opnun Silfurnesvallar 2024
Eftir að yngsti skráði félagsmaður golfklúbbsins Kristíanna Ylfa og okkar bestu vallarmenn höfðu farið vandlega yfir málin var tekin sú ákvörðun að opna inn á flatirnar nú um helgina.

Kynning fyrir nemendur Fas
Á nýafstöðnum þemadögum í Fas var boðið upp á kynningu á golfherminum fyrir áhugasama.
Fyrsta mótinu sem haldið er í golfherminum lokið
Nú eru loksin komin úrslit í Trackman kynningarmót GHH sem fram fór á GC Budersand vellinum. Mótið tókst ljómandi vel og er skemmtileg viðbót við mótahaldið í klúbbnum. Alls tóku 19 leikmenn þátt og var þetta góður lærdómur á það hvernig mót í herminum virka og hvernig er best að setja þau upp. Leikmenn höfðu tvö tækifæri til að bæta skorið og notuðu annað hvort sína Trackman forgjöf eða ¾ af Golfbox forgjöfinni. Þar sem þetta var prufumót erum við ekki með verðlaun að þessu sinna en stefnum ótrauð á að hafa þau í næsta móti.

Golfhermir í golfskálanum
Þeir feðgar Hreiðar Bragi og Friðrik Jarl voru fyrstir til að bóka sig í herminn.
Um síðustu helgi tók golfklúbburinn í notkun golfhermi. Hermirinn er að gerðinni TrackMan og var valinn vegna þess hve notendavænn hann er auk þess sem möguleiki til allskornar golfleikja og mótahalds er í honum. Hermirinn er staðsettur í innri sal skálans og er gengið inn að aftanverðu.

Aðalfundur Golfklúbbs Hornafjarðar 2024
Aðalfundur félagsins var haldinn í golfskálannum fimmtudaginn 25. janúar 2024. Farið var yfir reikninga félagsins, formaður og formaður mótanefndar fluttu ársskýrslu.