
Aðalfundur Golfklúbbs Hornafjarðar 2023
Aðalfundur Golfklúbbs Hornafjarðar var haldinn í Heklu 9. mars síðastliðinn. Fundarefnið voru venjuleg aðalfundastörf. Gestur hóf fundinn á ársskýrslu félagsins og Halldóra Bergljót fór yfir reikningana.

Gestur fékk Silfurmerki ÍSÍ
90. ársþing USU var haldið á Hótel Vatnajökli í liðinni viku. Gestur þingsins var Þórey Edda Elísdóttir, 1. varaforseti ÍSÍ. Hún sæmdi Gest Halldórsson, fráfarandi formann Golfklúbbs Hornafjarðar, silfurmerki ÍSÍ.

Nýr samningur
Fyrir stuttu var endurnýjaður samstarfssamningurinn milli sveitarfélagsins og Golfklúbbs Hornafjarðar um rekstur golfvallarins. Nýi samningurinn er til sex ára og í honum felst aukinn fjárstuðningur frá fyrri samningi.


Afmælismót GHH
Afmælismót GHH var haldið þann 7. ágúst í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins. Margt var um manninn og var þetta fjölmennasta mót sumarsins hjá okkur. Við fengum nokkuð marga gesti á mótið og það var reglulega gaman að sjá kunnugleg andlit brottfluttra Hornfirðinga í þeim hópi. Eftir mótið var boðið upp á léttar veitingar og verðlaunaafhendingu þar sem fjöldi kylfinga hlaut verðlaun og útdráttarvinninga.