Afmælismót GHH

Afmælismót GHH var haldið þann 7. ágúst í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins. Margt var um manninn og var þetta fjölmennasta mót sumarsins hjá okkur. Við fengum nokkuð marga gesti á mótið og það var reglulega gaman að sjá kunnugleg andlit brottfluttra Hornfirðinga í þeim hópi. Eftir mótið var boðið upp á léttar veitingar og verðlaunaafhendingu þar sem fjöldi kylfinga hlaut verðlaun og útdráttarvinninga.

Úrslit mótsins voru þau að Halldór Sævar Birgisson og Guðný Helgadóttir, fyrrverandi formaður GHH, komu sáu og sigruðu í höggleik. Halldór Sævar lék á 70 höggum eða á pari vallarins og Guðný á 80 höggum.

Í punktakeppni voru úrslit eftirfarandi:

Karlaflokkur:

1.      sæti Tómas Orri Hjálmarsson 47 punktar

2.      sæti Gestur Halldórsson 45 punktar

3.      sæti Ásgrímur Ingólfsson 44 punktar

Kvennaflokkur:

1.      sæti Hrefna Harðardóttir 38 punktar

2.      sæti Stefanía Baldursdóttir 38 punktar

3.      sæti Lilja Rós Aðalsteinsdóttir 36 punktar

Nándarverðlaun hlutu eftirfarandi aðilar:

2. braut Guðný Helgadóttir

5. braut Inga Kristín Sveinbjörnsdóttir

8. braut Bragi Bjarnar Karlsson

Við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju og öllum núverandi og fyrrverandi kylfingum GHH til hamingju með þessi merku tímamót í sögu klúbbsins.

Þá þökkum við styrktaraðilum mótsins kærlega fyrir stuðninginn en eftirfarandi aðilar gáfu verðlaun í mótinu: Pakkhúsið, Birki veitingastaður, N1, Hótel Höfn, Mjólkurstöðin, Sundlaug Hafnar, Jökulsárlón ehf., Úps veitingastaður og Vilko auk þess sem GHH gaf vinninga og teiggjafir. 

Previous
Previous

Golfnámskeið 4. - 21. júlí