Lög Golfklúbbs Hornafjarðar Höfn
1.gr.
Félagið heitir Golfklúbbur Hornafjarðar Höfn
2.gr.
Félagssvæði klúbbsins miðast við Austur-Skaftafellsýslu
3.gr.
Markmið klúbbsins er iðkan golfíþróttarinnar.
4 gr.
Innganga í klúbbinn er öllum frjáls, að fengnu samþykki klúbbstjórnar.
Íbúar á félagssvæði samkvæmt. 2. gr. ganga fyrir í inntöku í klúbbinn, að öðru jöfnu.
5 gr.
Félagsgjöld, þar á meðal flatarfé, skulu ákveðast af stjórn klúbbsins strax er samþykkt fjárhagsáætlun liggur fyrir samkvæmt 17. gr.
Stjórn klúbbsins ákveður einnig gjalddaga.
6.gr.
Stjórn klúbbsins hefur heimild til að semja um gagnkvæm vallarafnot við aðra klúbba.
7.gr.
Úrsögn félaga er bundin við reikningsár klúbbsins samanber 16.gr. og er einungis gild, ef hún hefur borist klúbbstjórn bréflega fyrir lok október viðkomandi starfsárs. Ef klúbbstjórn samþykkir það samhljóða, er henni heimilt að víkja mönnum úr félaginu.
8.gr.
Við golfleikinn skal farið eftir St. Andrews golfreglum eins og þær eru á hverjum tíma. Stjórnin setur sérreglur um leik, umferð og umgengni á golfvellinum og í klúbbhúsinu og getur meðal annars takmarkað leik utanfélagsmanna og unglinga á vellinum ákveðin tíma.
9.gr.
Stjórn klúbbsins skal kosin leynilegri kosningu á aðalfundi. Stjórnina skipa fimm meðlimir, formaður, fjórir meðstjórnendur og tveir til vara.
Stjórnarformann skal kjósa sérstaklega til eins árs í senn. Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára, tveir hvert ár.
Stjórnin skipti með sér störfum og umsjón nefnda. Stjórnarstörf skulu ólaunuð. Stjórnin ræður starfsfólk.
Samþykki félagsfundar þarf til fjárfrekra framkvæmda sem ekki eru ákveðnar í fjárhagsáætlun
10.gr.
Félagsfundi skal boða svo oft sem þurfa þykir og er stjórn klúbbsins skylt að boða þá er 10 fullgildir félagsmenn krefjast þess.
11.gr.
Aðalfundur hefur æðsta úrslitavald um öll málefni klúbbsins, sé löglega til hans boðað. Aðalfund skal halda fyrir marslok ár hvert.
Til hans skal boðað með viku fyrirvara á tryggilegan hátt. Í fundarboði skal greina sundurliðaða dagskrá.
12. gr.
Störf aðalfundar eru:
1. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á síðastliðnu ári.
2. Endurskoðanir reikningar lagðir fram til samþykkis.
3. Stjórnarkosning
4. Kosning fulltrúa og varafulltrúa í þau samtök sem klúbburinn er aðili að.
5. Lögð fram fjárhagsáætlun næsta árs.
6. Önnur mál.
13.gr.
Á félagsfundum skal kjósa fundarstjóra og ritara. Á þeim ræður afl atkvæða.
14.gr.
Stjórn klúbbsins og eða 20 % klúbbfélaga geta boðið til aukaaðalfundar. Um aukaaðalfundi skulu gilda sömu reglur og um aðalfund, eftir því sem við á.
15.gr.
Til lagabreytinga þarf samþykki aðalfundar eða aukaaðalfundar og skal tillögu hafa verið getið í fundarboði.
16.gr.
Reikningsár klúbbsins er 1. janúar til 31. desember. Reikningar klúbbsins skulu endurskoðaðir af endurskoðendum klúbbsins.
17.gr.
Fyrir reglulegan aðalfund skal gera nákvæma fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár, sem síðan leggst fyrir fundinn til staðfestingar.
18.gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Samþykkt á aðalfundi 20. apríl 1996.
Breyting á 16. grein samþykkt á aðalfu