Aðalfundur Golfklúbbs Hornafjarðar 2023

Aðalfundur Golfklúbbs Hornafjarðar var haldinn í Heklu 9. mars síðastliðinn. Fundarefnið voru venjuleg aðalfundastörf. Gestur hóf fundinn á ársskýrslu félagsins og Halldóra Bergljót fór yfir reikningana. Jóna Benný Kristjánsdóttir flutti skýrslu mótanefndar.

Gestur Halldórsson sem verið hefur formaður klúbbsins undanfarin ár gaf ekki kost á sér áfram en Halldóra Katrín Guðmundsdóttir var kosinn formaður. Kosið var um tvo í stjórn og var Ásgeir Gunnarsson endurkörinn en nýr í stjórn er Kristján Sigurður Guðnason. Einning var kosið í mótastjórn en þar er Jóna Benný Kristjánsdóttir formaður, Halldór Steinar kristjánsson, Jóhann Kiesel, Kristján V. Björgvinsson og Heiðar Bragi Valgeirsson.

Ýmiss önnur mál voru rædd á fundinum, s.s. fyrirkomulag mótahlalds á komandi sumri sem og hvernig skal velja í lið fyrir félagið. nefnd sem var sett á laggirnar í vetur til að kynna sér golfherma fyrir klúbbinn sagði frá því sem þau hafa kynnt sér fram að þessu.

Á fundinum var Jónu Benný færður háttvísi-bikarinn og þakkað fyrir góð og vel unnin störf í þágu félagsins

Previous
Previous

Aðalfundur Golfklúbbs Hornafjarðar 2024

Next
Next

Gestur fékk Silfurmerki ÍSÍ