Gestur fékk Silfurmerki ÍSÍ

90. ársþing USU var haldið á Hótel Vatnajökli í liðinni viku. Gestur þingsins var Þórey Edda Elísdóttir, 1. varaforseti ÍSÍ. Hún sæmdi Gest Halldórsson, fráfarandi formann Golfklúbbs Hornafjarðar, silfurmerki ÍSÍ. Eftirfarandi texti fylgdi tilnefningu Gests:

Gestur hefur tengst íþróttahreyfingunni um langt árabil. Núna síðast sem formaður Golfklúbbs Hornafjarðar, en hann lét af því embætti nú á dögunum eftir a.m.k. áratugar stjórnarsetu. Undanfarin ár hefur Gestur reyndar lítið getað sinnt sínum eigin golfáhuga, því mikið hefur verið að gera í klúbbsstarfinu. Golfklúbburinn hefur t.d. verið að endurnýja vallarhúsið sitt, með Gest í broddi fylkingar, enda gengur hann í öll störf sem þar þarf að sinna, og auðvitað alls konar verk úti á velli að auki. Fyrir stjórnunarstörfin í Golfklúbbnum sat Gestur í stjórn Umf. Sindra um tíma auk þess sem hann stýrði getraunastarfi knattspyrnudeildar Sindra með miklum myndarbrag um árabil. Þá sat Gestur í stjórn Styrktar- og afrekssjóðs USÚ í tæpan áratug, frá 2011 til 2020.

Við óskum Gesti innilega til hamingju

Previous
Previous

Aðalfundur Golfklúbbs Hornafjarðar 2023

Next
Next

Nýr samningur