Nýr samningur

Fyrir stuttu var endurnýjaður samstarfssamningurinn milli sveitarfélagsins og Golfklúbbs Hornafjarðar um rekstur golfvallarins. Nýi samningurinn er til sex ára og í honum felst aukinn fjárstuðningur frá fyrri samningi. Að auki veitti Sveitarfélagið klúbbnum styrk í formi eingreiðslu en hún kemur til vegna 50 ára afmælis klúbbsins en á þeim tímamótum var hafist handa við viðgerðir og endurnýjun á húsnæði félagsins auk þess sem byrjað var á að gera nýja teiga á 9. braut og er það byrjun á því verkefni. Eins og fyrr sagði átti klúbburinn 50 ára afmæli 2021 en þá var klúbbhúsið orðið 40 ára og margt komið á tíma hvað varðar viðhald og endurnýjun. Stefnt er að því að gera húsið þannig að það nýtist félögum og öðrum gestum sem best fyrir félagsstarfið en á undanförnum árum hefur félagsmönnum í klúbbnum fjölgað verulega og umfang starfseminnar aukist að sama skapi. Golfklúbbur Hornafjarðar er fyrirmyndarfélag ÍSÍ sem þýðir m. a. aukna áherslu á starfsemi fyrir börn og unglinga. Siðastliðið sumar var haldið Íslandsmót í 5. flokki karla og næsta sumar mun verða haldið hér á Höfn Íslandsmót í bæði karla og kvennaflokki. Það að þessi mót skuli vera haldin hér á Höfn er gríðarlega mikilvæg viðurkenning fyrir Golfklúbb Hornafjarðar og margir haft á orði að völlurinn sé í frábæru standi. En það má þakka gríðarlega miklu sjálfboðastarfi félagsmana.

Á meðfylgjandi myndi eru Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri og Gestur Halldórsson við undirritun samningsins. Golfklúbbur Hornafjarðar þakkar bæjarstjórn fyrir þennan stuðning sem er félaginu afar mikils virði.

Previous
Previous

Gestur fékk Silfurmerki ÍSÍ

Next
Next

Golfnámskeið 4. - 21. júlí