Gísla Páli Björnssyni veitt viðurkenning frá GSÍ
Á golfþigi GSÍ sem haldið var á dögunum var Gísla Páli Björnssyni veitt viðurkenning fyrir sjálfboðaliðastörf sem hann hefur innt af hendi í gegnum tíðina fyrir golfiþróttirna. Gísli Páll er meðal þeirra sem lengst hafa verið skráðir í Golfklúbb Hornafjarðar, hann hefur setið í stjórn klúbbsins og var formaður um árabil. Gísli hefur lagt mikla vinnu í golfvöllinn á Silfurnesi auk þess sem hann eyðir miklum tíma í að halda öllum okkar tækjum og tólum gangandi og sparar klúbbnum kostnað upp á háar upphæðir á ári hverju. Gísli Páll er sá sem við leitum til með öll okkar mál er varða starfið eða völlinn og þar er okkur alltaf vel tekið , hann tekur iðulega að sér mótastjórn þegar á þarf að halda og er einn af þeim sem hefur allar reglur á hreinu. Stjórn og mótastjórn golfklúbbsins óska Gísla Páli til hamingju með viðurkenninguna og þökkum honum í leiðinni fyrir hans framlag.