Mót nr. 2 í Trackman mótaröðinni
St.Andrews Old Course heimili golfsins
GHH kynnir Trackman mótaröð fyrir veturinn 2024 -2025. Markmiðið er að vera með a.m.k. eitt mót í mánuði þar sem keppt er á mismunandi völlum og verðlaun veitt fyrir höggleik og punktakeppni. Þar að auki munum við hafa keppni um hver er næstur holu á ákveðnum holum.
Þáttökugjald í mótum er bókunargjaldið í herminn.
Í vor verða svo veitt verðlaun fyrir stigameistara í hverjum flokki.
2.mót 15.- 31. desember 2024 St.Andrews Old Course heimili golfsins
Athugið: Hver leikmaður fær tvær tilraunir og betra skorið gildir.
Heimasíða klúbbsins https://www.standrews.com/play/courses/old-course
Flyover yfir holur í Trackman:
Keppnisskilmálar
Leiknar eru 18 holur og keppt í höggleik punktakeppni sem ermeð TrackMan forgjöf. Nauðsynlegt er að hafa löglega Trackman forgjöf. Hún er fengin með því að hafa að lágmark þrjá hringi skráða til forgjafar í Trackman kerfinu, án þess að taka mulligans.
Teigar
Karlar: Gulir teigar 5840m.
Konur: Junior teigar 4428m
Stillingar:
Flatir: Soft
Flatir stimp: 9 fet
Brautir: Harðar gott rúll í upphafshöggum
Holustaðsetningar: Medium
Vindur: Calm
Pútt: Auto Fixed (1 pútt <3 metra, 2 pútt 3,1-20 metra, 3 pútt >20 metra)
Mulligans:
Mulligans eru leyfðir í mótinu ef um tæknilega villu er að ræða, t.d. “draugahögg”. Það mun sjást á skorkortinu ef mulligan er notaður og þarf leikmaður að senda skriflega skýringu til hjalmar74@gmail.com.
Verðlaun:
Höggleikur 1-3 sæti gjafabréf í herminn
Punktakeppni 1-3 sæti gjafabréf í herminn
Næstur holu á 5.holu gjafabréf í herminn. Lengsta drive á 14.holu.